Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 14:00

Ragnhildur v/ keppni á European Ladies Amateur Championship

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, leikur 3. hring í European Ladies Amateur Championship í dag.

Mótið fer fram dagana 24.-27. júlí 2019 í Parkstone golfklúbbnum í Englandi og lýkur á morgun.

Í hálfleik hefir Ragnhildur spilað á 1 yfir pari (75 70) átti glæsilegan hring í gær upp á 2 undir pari, 70 högg.

Sem stendur er Ragnhildur T-46, en staðan gæti auðvitað breyst eftir 3. hring.

Hún er farin út á 3. hring og hefir þegar þetta er ritað spilað 3 holur og því miður fengið tvöfaldan skolla á 3. holu sína í dag – er því samtals komin á 3 yfir par.

Fylgjast má með Ragnhildi á European Ladies Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: