Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2019 | 18:00

NGL: Haraldur náði niðurskurði!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði niðurskurði á Borre Open!!!

Mótið fer fram 23.-25. júlí 2019 í Borre golfklúbbnum í Horten, Noregi.

Haraldur er samtals búinn að spila á 2 undir pari, 144 höggum (71 73) og er sem stendur T-35.

Niðurskurður miðaðist við samtals parið eða betra.

Hinir íslensku keppendurnir Aron Bergsson og Hákon Harðarson náðu ekki niðurskurði.

Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Christopher Sahlström á samtals 13 undir pari, 133 höggum (66 67).

Til þess að sjá stöðuna á Borre Open SMELLIÐ HÉR: