Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2019 | 23:00

Ólafía og Cheyenne úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods tóku þátt í Dow Great Lakes Bay Invitational, sem er mót með nýju keppnisfyrirkomulagi á LPGA, þ.e. tveir kylfingar keppa saman í liðakeppni.

Ólafía Þórunn og Cheyenne komust ekki í gegnum niðurskurð og er því úr leik.

Mótið fer fram í Midland, Michigan, dagana 17.-20. júlí 2019.

Í efsta sæti eftir 2. keppnisdag eru þær Karine Icher og Celine Boutier frá Frakklandi og Stephanie Meadows frá Englandi og Giulia Molinari frá Ítalíu en þessi tvö lið hafa samtals spilað á 10 undir pari.

Sjá má stöðuna á Dow Great Lakes Bay Invitational með því að SMELLA HÉR: