Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2019 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-31 og Birgir Leifur T-91 e. 1. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR eru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í þessari viku.

Mótið ber heitið Euram Bank Open og er keppt í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki.

Mótið hófst í morgun, fimmtudaginn 18. júlí og lýkur sunnudaginn 21. júlí.

Birgir Leifur lék 1. hring á 1 yfir pari, 71 höggi og er sem stendur T-91 og undir niðurskurðarlínu.

Guðmundur Ágúst lék á 2 undir pari, 68 höggum og er T-31.

Miðað við stöðuna eftir 1. dag komast þeir í gegnum niðurskurð sem eru á 1 undir pari eða betra og er Guðmundur Ágúst því ofan niðurskurðarlínu og vonandi verður hann það enn á morgun.

Guðmundur Ágúst tryggði sér nýverið keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni þegar hann sigraði á sínu þriðja móti á tímabilinu á Nordic Tour mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst hefur leikið á einu móti á þessari mótaröð á tímabilinu. Þar endaði hann í 51. sæti í Slóvakíu.

Birgir Leifur er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni líkt og undanfarin ár. Mótið í Austurríki er annað mótið hans á tímabilinu.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: