Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2019 | 23:30

LPGA: Ólafía náði niðurskurði!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR komst í gegnum niðurskurð á Marathon Classic presented by Dana.

Rétt svo því 7 högga sveifla var milli 1 og 2 hrings hennar, en hún lék 2. hringinn á 4 yfir pari, 75 höggum, þar sem hún fékk 1 fugl, 12 pör og 5 skolla, en þann fyrri á 3 undir pari, 68 höggum.

Ólafía Þórunn spilaði því samtals á 1 yfir pari, 143 höggum (68 75) og það var það sem þurfti, en niðurskurður miðaðist við 1 yfir par eða betur. Sem stendur er Ólafía Þórunn T-69.

Í efsta sæti í mótinu sem stendur er Sei Young Kim á samtals 11 undir pari, 131 höggi (67 64)

Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic SMELLIÐ HÉR: