Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2019 | 17:00

NGL: Guðmundur Ágúst sigraði!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson , GR, sigraði á Svea Leasing Open, móti vikunnar á Nordic Golf League (NGL) mótaröðinni.

Þetta er 3. sigur Guðmundar Ágústs í ár á NGL og hefir hann þar með tryggt sér sæti í 2. deildinni í Evrópu á næsta ári þ.e. á Challenge Tour (ísl: Áskorendamótaröð Evrópu)!!! Stórglæsilegt hjá Guðmundi Ágústi!!!

Sigurskor Guðmundar Ágústs var 16 undir pari, 200 högg (66 67 67) – átti eins og sjá má 3 glæsihringi, alla vel undir 70!!!!

Sigur Guðmundar Ágústs var sannfærandi því hann átti heil 4 högg á næsta mann Svíann Jonathan Ågren, sem var á samtals 12 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Svea Leasing Open SMELLIÐ HÉR:

Aron Bergsson var hinn kylfingurinn af Íslendingunum 5, sem þátt tóku í mótinu, sem komst í gegnum niðurskurð; Hann lauk keppni T-25, lék á samtals 4 undir pari, 212 höggum ( 76 67 69).