Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2020 | 08:00

Meistaramót 2019: Hvaða klúbbar héldu meistaramót og hverjir ekki?

Hér fer árlegt yfirlit Golf 1 yfir þá klúbba, sem héldu meistaramót árið 2019 … og þ.a.l. einnig þá sem ekki stóðu fyrir slíkum mótum.

Alls héldu 44 golfklúbbar meistaramót af 62 klúbbum þ.e.a.s. 71 %  klúbba og þ.a.l. 18 golfklúbbar eða 29%  ekki. Þetta er fjölgun á meistaramótshaldi frá því í fyrra og hittifyrra, en bæði árin voru 63% klúbba sem héldu meistaramót og 37% ekki  Glæsileg 8% aukning á meistaramótshaldi milli ára!!!

Golfklúbbar á Íslandi í dag eru 63 – einn golfklúbbur bættist í golfklúbbaflóruna 2019: Golfklúbburinn Esja en hann stóð ekki fyrir meistaramóti; enda stofnaður á þeim tíma sem flest meistaramót voru afstaðin og telur því ekki með í meistaramótshaldi ársins 2019. Hins vegar er heimavöllur Esjunnar Brautarholtið og  Golfklúbbur Brautarholts stóð fyrir meistaramóti. Þannig að í ár stóðu allir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meistaramóti.

Hér að neðan er yfirlit yfir klúbba höfuðborgarsvæðisins og þá klúbbmeistara þeirra 2019:

Hákon Örn og Eva Karen klúbbmeistarar GR 2019 – en meistaramót GR er langfjölmennasta meistarmót Íslands.

Höfuðborgarsvæðið

1 Golfklúbbur Álftaness Björn Halldórsson og Guðrún Ágústa Eggertsdóttir,  8.-10. ágúst 2019

2 Golfklúbbur Brautarholts Óli Bjarki Ragnarsson 24.-26. júlí 2019

3 Golfklúbburinn Keilir Anna Sólveig Snorradóttir og Daníel Ísak Steinarsson 7. -13. júlí 2019

4 Golfkl. Kópavogs/Garðabæjar Anna Júlía Ólafsdóttir og Ragnar Már Garðarsson 7.-13. júlí 2019

5 Golfklúbbur Mosfellsbæjar Nína Björk Geirsdóttir og Kristján þór Einarsson 1.-6. júlí 2019

6 Golfklúbburinn Oddur Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon 6.-13. júlí 2019

7 Golfklúbbur Reykjavíkur Eva Karen Björnsdóttir og Hákon Örn Magnússon 7.-13. júlí 2019

8 Golfklúbburinn Setberg  Heiðrún Harpa Gestsdóttir og Ólafur Hreinn Jóhannesson 3.-6. júlí 2019

9 Nesklúbburinn Karlotta Einarsdóttir og Nökkvi Gunnarsson 29. júní – 6. júlí 2019

Björgvin Sigmundsson og Kinga Korpak, klúbbmeistarar GS 2019

Reykjanesið er líkt og höfuðborgarsvæðið til fyrirmyndar hvað meistaramótshald varðar 100% klúbba héldu meistaramót og má sjá klúbbmeistara þeirra klúbba 2019 hér að neðan:

Reykjanes

10 Golfklúbbur Grindavíkur Svanhvít Helga Hammer og Jón Júlíus Karlsson 10.-13. júlí 2019

11 Golfklúbbur Suðurnesja Kinga Korpak og Björgvin Sigmundsson 1.-6. júlí 2019

12 Golfklúbbur Sandgerðis Katrín Benediktsdóttir og Hafsteinn Þór F Friðriksson 3.-6. júlí 2019

13 Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Jóhann Sigurðsson og Sigurdís Reynisdóttir 27.-30. júní 2019

Á Vesturlandi eru 9 golfklúbbar og tæpur meirihluti þeirra eða 5, þ.e. 55% stóð fyrir meistaramóti.

Valdís Þóra og Stefán Orri klúbbmeistarar GL 2019

Vesturland

14 Golfklúbbur Borgarness 3.-6. júlí 2019 Brynhildur Sigursteinsdóttir og Arnór Tumi Finnsson 3.-6. júní 2019.

15 Golfklúbburinn Glanni  2 mót á dagskrá Opna Glannamótið 10. ágúst 2019 og Haustmót Glanna 21. september 2019 – EKKERT MEISTARAMÓT

16 Golfklúbburinn Húsafelli Ekkert mót á dagskrá – EKKERT MEISTARAMÓT

17 Golfklúbburinn Jökull  stóð fyrir meistaramóti Snillingana 23. júlí 2019 Jón Bjarki Jónatansson

18 Golfklúbburinn Leynir Valdís Þóra Jónsdóttir og Stefán Orri Ólafsson  8.-13. júlí 2019

19 Golfklúbburinn Mostri  Helga Björg Marteinsdóttir og Margeir Geir Rúnarsson 3.-6. júlí 2019

20 Golfklúbburinn Skrifla – Aðeins 2 mót Opna Nes og Snorramótið – EKKERT MEISTARAMÓTt!

21 Golfklúbbur Staðarsveitar – Aðeins 2 mót Kríumótið og Tuddamótið – EKKERT MEISTARAMÓT!

22 Golfklúbburinn Vestarr Jófríður Friðgeirsdóttir og Steinar Þór Alfreðsson 10.-13. júlí 2019

Á Vestfjörðum eru 6 klúbbar og stóðu 4 klúbbar fyrir meistaramóti, sem er hærra hlutfall klúbba heldur en í fyrra og er það frábært!!! Á Vestfjörðum eru því 67% klúbba sem stóðu fyrir meistaramóti og stóðu Vestfirðirnir sig vel í meistaramótshaldi 2019 og betur en undanfarin ár!!!

Anna Guðrún Sigurðardóttir, klúbbmeistari GÍ 2017, 2018 og 2019

Vestfirðir

23 Golfklúbbur Bíldudals  Margrét Guðný Einarsdóttir og Magnús Jónsson 4.-6. júlí 2019

24 Golfklúbbur Bolungarvíkur Wirot Khiansanthia 29.-30. júní 2019.

25 Golfklúbburinn Gláma – Ekkert mót á dagskrá – EKKERT MEISTARAMÓT

26 Golfklúbbur Hólmavíkur – Aðeins Hamingjumótið var á dagskrá – fór fram 29. júní og er það gleðiefni að klúbburinn hafi haldið 1 mót en Hamingjumótið fór ekki fram í fyrra. Áfram svona og bæta svo meistaramóti við!!!

27 Golfklúbbur Ísafjarðar Anna Guðrún Sigurðardóttir og Jón Hjörtur Jóhannesson, 26.-29. júní 2019.

28 Golfklúbbur Patreksfjarðar Björg Sæmundsdóttir og Skjöldur Pálmason 10. júlí 2019

Á Norðvesturlandi eru 4 klúbbar og héldu allir þeirra meistaramót (100% meistaramótshald!!!)

Hulda Guðveig Magnúsardóttir, klúbbmeistari kvenna GKS 2019

Norðvesturland

29 Golfklúbbur Siglufjarðar  8.-13. júlí 2019 Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Jóhann Már Sveinbjörnsson

30 Golfklúbburinn Ós (GÓS) Guðrún Ásgerður Jónsdóttir og Eyþór Franzson Wechner 5.-6. júlí 2019

31 Golfklúbbur Skagastrandar (GSK) Meistaramót á dagskrá 3.-4. júlí 2019 – Virðist hafa farið fram a.m.k. var það á dagskrá, en engar fréttir eru af klúbbmeistara/meisturum GSK 2019!

32 Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) 8.-13. júlí 2019 Árný Lilja Jónsdóttir og Arnar Geir Hjartarson

Á Norðausturlandi eru 9 golfklúbbar og héldu 55% þeirra eða 5 klúbbar meistaramót 2019. Þetta er fækkun um 1 klúbb en golfklúbbur Mývatnssveitar hefir á undanförnum árum staðið fyrir meistaramótum, en gerir það ekki í ár og það sem verra er ekkert mót var á dagskrá hjá klúbbnum og er það miður og eftirsjá eftir hinu frábæra Golf og Gufa móti!

Örvar Samúelsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir – Akureyrarmeistarar 2019

Norðausturland

33 Golfklúbbur Akureyrar  Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Örvar Samúelsson 10.-13. júlí 2019 (heitir Akureyrarmót)

34 Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) Björg Traustadóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson 1.-6. júlí 2019

35 Golfklúbbur Húsavíkur (GH) Birna Dögg Magnúsdóttir og Unnar Þór Axelsson 10.-13. júlí 2019

36 Golfklúbburinn Hamar (GHD) Marsibil Sigurðardóttir og Sigurður Jörgen Óskarsson, 1.-6. júlí 2019

37 Golfklúbburinn Hvammur Grenivík (GHV) EKKERT MÓT Á DAGSKRÁ – EKKERT MEISTARAMÓT

38 Golfklúbbur Mývatnssveitar (GKM)  EKKERT MÓT Á DAGSKRÁ – EKKERT MEISTARAMÓT

39 Golfklúbburinn Lundur (GLF) Unnur Elva Hallsdóttir og Guðmundur E Lárusson, 21. júlí 2019

40 Golfklúbburinn Gljúfri (GOG) EKKERT MÓT Á DAGSKRÁ – EKKERT MEISTARAMÓT

41 Golfklúbbur Vopnafjarðar (GOV) EKKERT MÓT Á DAGSKRÁ – EKKERT MEISTARAMÓT

Tveir klúbbar héldu meistaramót árið 2019 eða 1/3 hluti klúbba á Austurlandi og er það vel og fleiri klúbbar en oft áður!!! Vonandi fjölgar meistaramótshaldi enn á Austurlandi 2020!!! Annað mótshald, en meistaramót er með ágætum hjá klúbbum Austurlands.  Bæði meistaramótin sem fram fóru á Austurlandi voru fremur stór og vekur góð þátttaka kvenkylfinga athygli og er gleðiefni því austfirskir kvenkylfingar hafa eitthvað verið sofandi á síðustu árum í meistaramótsþátttöku. Áfram svona!!!

Kvenklúbbmeistari GHH 2019 – Guðrún Ingólfsdóttir f.m.

Austurland

42 Golfklúbbur Byggðarholts (GBE) 4 mót – EKKERT MEISTARAMÓT

43 Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH) 8 mót – EKKERT MEISTARAMÓT

44 Golfklúbbur Hornafjarðar (GHH) Guðrún Ingólfsdóttir og Halldór Sævar Birgisson 10. ágúst 2019

45 Golfklúbbur Fjarðarbyggðar (GKF) Jóhanna Hallgrímsdóttir og Stefán Bjarnason Ingvarsson 30. ágúst 2019

46 Golfklúbbur Norðfjarðar (GN) 21 mót – EKKERT MEISTARAMÓT

47 Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF) 17 mót – EKKERT MEISTARAMÓT

Á Suðurlandi eru flestir klúbbar á landinu eða 15 talsins. Þar af héldu 11 klúbbar meistaramót eða 74%. Þetta er flott þó enn betur megi geri. Þannig hafa Golfklúbbur Ásatúns, Golfklúbburinn Geysir, Golfklúbburin í Vík og jafnvel Tuddinn staðið fyrir fínum meistaramótum á liðnum árum. Vonandi er að þeir klúbbar taki sig á.

árus Garðar Long og Thelma Sveinsdóttir, klúbbmeistarar GV 2019

Suðurland

48 Golfklúbbur Ásatúns   Engin mót á dagskrá – EKKERT MEISTARAMÓT

49 Golfklúbburinn Dalbúi (GD)  Hjónin Petrína Freyja Sigurðardóttir og Böðvar Þórisson 13. júlí 2019

50 Golfklúbburinn Geysir (GEY)  Engin mót á dagskrá – EKKERT MEISTARAMÓT

51 Golfklúbburinn Flúðir (GF) Jónína Birna Sigmarsdóttir og Tómas Sigurðsson19.-20. júlí 2019

52 Golfklúbbur Hveragerðis (GHG) Þuríður Gísladóttir og Elvar Aron Hauksson 5.-7. júlí 2019  

53 Golfklúbbur Hellu (GHR) Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir og Andri Már Óskarsson 10.-13. júlí 2019

54 Golfklúbburinn Kiðjaberg (GKB) 10.-13. júlí 2019 Margrét Geirsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson

55 Golfklúbburinn Vík (GKV) Ekkert mót á dagskrá – EKKERT MEISTARAMÓT

56 Golfklúbbur Selfoss (GOS) Alda Sigurðardóttir og Pétur Sigurdór Pálsson 2.-6. júlí 2019.

57 Golfklúbburinn Tuddi (GOT) Ekkert mót á dagskrá – EKKERT MEISTARAMÓT

58 Golfklúbburinn Úthlíð (GÚ)  Sigurborg Gunnarsdóttir og Bjarki Þór 19.-20. júlí 2019

59 Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV)  Thelma Sveinsdóttir og Lárus Garðar Long 10.-13. júlí 2019

60 Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ) Dagbjört Hannesdóttir og Þórður Ingi Jónsson 17.-20. júlí 2019

61 Golfklúbburinn Þverá Hellishólum (GÞH) Þórunn Rúnarsdóttir og Sigurpáll Geir Sveinsson 23. ágúst 2019

62 Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson.