Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2019 | 20:00

NGL: Axel lauk kepppni T-6 á Tinderbox

Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson, GK tóku þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League; Tinderbox Charity Challenge, en mótið fór fram dagana 26.-28. júní 2019 í Odense Golf Eventyr golfstaðnum í Óðinsvéum, Danmörku.

Leikið var með Stableford stigagjöf þannig að fjórir punktar fást fyrir örn, þrír fyrir fugl, tveir fyrir par, einn fyrir skolla og enginn punktur fyrir verra skor.

Axel lauk keppni T-6 en hann lék á samtals 71 og 69 höggum fyrstu tvo dagana og fékk samtals 115 punkta (37 39 39).

Andri Þór komst því miður ekki í gegnum niðurskurð; lék á 152 höggum (77 75) og hlaut samtals 64 punkta (31 33), en niðurskurður var miðaður við samtals 68 punkta eða betur!

Til þess að sjá lokastöðuna á Tinderbox Charity Challenge SMELLIÐ HÉR: