Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018. Mynd: Mbl.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 21:00

Symetra: Ólafía lauk keppni T-51 á Prasco Charity

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR tók þátt á Prasco Charity Championship, sem er mót á Symetra Tour.

Mótið fór fram í Cincinnati, Ohio dagana 28.-30. júní 2019 og lauk í dag.

Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurð og lék því lokahringinn, því miður á 77 höggum og lauk keppni í 51. sæti, sem hún deildi með þeim Monifu Sealy, Mörtu Martin, Molly Sapik og Lauru Coughlin.

Samtals lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 221 höggi (72 72 77).

Sigurvegari í mótinu varð franski kylfingurinn Perrine Delacour, sem lék á samtals 15 undir pari, 201 höggi (70 64 67).

Sjá má lokastöðuna á Prasco Charity Championship með því að SMELLA HÉR: