Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 07:00

Bjarki og Gísli úr leik

Bjarki Pétursson, GKB, og Gísli Sveinbergsson, GK, eru báðir úr leik á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór í Austurríki.

Um var að ræða Evrópumeistaramót áhugakylfinga en keppt var í Diamond Country Club, 26.-29. júní 2019 og lauk mótinu því í gær.

Að loknum 3. hring var niðurskurður og þá komust aðeins 60 efstu áfram á lokahringinn.

Bjarki lék á +11 samtals (68-81-76).

Gísli lék á +12 samtals (76-76-74).

Niðurskurður var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra og því voru Bjarki og Gísli báðir úr leik.

Sigurvegarinn, Matthías Schmid frá Þýskalandi, sem lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 73 63 70), fékk  boð um að taka þátt á Opna breska meistaramótinu – sem fram fer á Royal Portrush á Norður-Írlandi.

Sjá má öll úrslit úr mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Bestu áhugakylfingar veraldar tóku  þátt í þessu mót,  alls 144 keppendur.

Kylfingarnir komu ekki bara frá Evrópu heldur voru einnig frá m.a. Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu, Suður-Afríku og Nýja-Sjálandi.

Mótið var því gríðarlega sterkt og allir 144 keppendurnir voru í sætum 288 eða ofar á heimslista áhugakylfinga.

Texti og mynd: GSÍ