Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 23:00

LET Access: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Belfius

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, Belfius Ladies Open.

Mótið fór fram í Cleydael Golf & Country Club í Aartselaar, Belgíu, dagana 27.-29. júní 2019 og lauk í dag.

Guðrún Brá komst því miður ekki í gegnum niðurskurð; varð T-62 með skor upp á samtals 7 yfir pari, 151 högg (76 75), en niðurskurður var miðaður við samtals 5 yfir pari eða betra.

Sigurvegari í mótinu varð franska stúlkan Emma Grechi og var sigurskorið 7 undir pari, 209 högg (71 69 69).

Sjá má lokastöðuna á Belfius Ladies Open með því að SMELLA HÉR: