Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2019 | 16:39

Pro Golf Tour: Hlynur og Ragnar Már komust g. niðurskurð á Opna pólska

Þrír kylfingar úr GKG, Hlynur Bergsson, Ragnar Már Garðarsson og Kristófer Orri Þórðarson taka/tóku þátt í móti vikunnar á Pro Golf Tour, Opna pólska, sem fram fer í Gradi golfklúbbnum í Prusice, Póllandi, 26.-28. júní 2019.

Eftir 2 spilaða hringi komst Kristófer Orri því miður ekki í gegnum niðurskurð, en aðeins 40 efstu og þeir sem jafnir voru í 40. sætinu, af 137 keppendum að frátöldum áhugamönnum, komust gegnum niðurskurð.

Fjörutíu efstu eru þeir sem spiluðu fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari eða betur.

Hlynur hefir spilað fyrstu tvo keppnishringina á 3 undir pari, 137 höggum (70 67) og er T-12.

Ragnar Már komst einnig í gegnum niðurskurð, en hann lék fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari, 141 höggi (68 73).

Sjá má stöðuna á Opna pólska með því að SMELLA HÉR: