Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir, fyrsti kvenatvinnukylfingur okkar Íslendinga, sem spilaði á LET. Ólöf María er fædd í dag, 24. júní 1976 og á því 43 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK).

Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Ólöf María Jónsdóttir – 43 ára– Innilega til hamingju!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (88 ára); Golfistas de Chile (85 ára); Juli Inkster, 24. júní 1960 (59 ára); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 64 (55 ára) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (47 ára); Louise Friberg, 24. júní 1980 (39 ára); Aron Geir Guðmundsson, 24. júní 1995 (24 ára)….. og ….. Galdrasýning Á Ströndum.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is