Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 09:00

LET: Valdís Þóra varð T-54 í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tók þátt á móti vikunnar á LET, þ.e.  Ladies European Thailand Championship.

Valdís Þóra lék á samtals 5 yfir pari og varð T-54 þ.e. jöfn öðrum í 54. sæti.

Leiknir voru 4 hringir í mótinu. Fyrir frammistöðu sína hlaut Valdís Þóra € 1,290.00 þ.e. u.þ.b. 183.000,- íslenskar krónur.

Sigurvegari í mótinu varð heimakonan Atthaya Thitikul en hún lék á samtals 22 undir pari, 266 höggum (69 67 63 67). Thitikul hlaut ekkert verðlaunafé, þar sem hún er ekki atvinnumaður í golfi.

Sjá má lokastöðuna á Ladies European Thaíland Championship með því að SMELLA HÉR: