Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 08:00

Mótaröð þeirra bestu 2019 (3): Ljóst hverjir mætast í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni

Þriðja mótið á „Mótaröð þeirra bestu“ er Íslandsmótið í holukeppni, sem fer fram á  Garðavelli á Akranesi.

Leikir í 8 manna úrslitunum fóru fram í gær og voru úrslitin eftirfarandi í karlaflokki:

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR hafði betur gegn Hákoni Harðarsyni 2&1

Jóhannes Guðmundsson, GR vann Björn Óskar Guðjónsson, GM 5&3

Ólafur Björn Loftsson, GKG vann Hákon Örn Magnússon og fóru leikar á 19. holu.

Rúnar Arnórsson, GK hafði betur gegn Hlyn Bergssyni, GKG, 4&2.

Þeir sem mætast í undanúrslitum í karlaflokki eru því eftirfarandi :

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR g. Ólafur Björn Loftsson GKG
Jóhannes Guðmundsson GR g.  Rúnar Arnórsson, GK.

Í kvennaflokki Íslandsmótsins í holukeppni voru úrslit eftirfarandi í 8 manna viðureignunum: 

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD hafði betur g. Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG 6&5

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG vann Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK 7&5

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR vann Hafdísi Öldu Jóhannesdóttur, GK 4&3

Saga Traustadóttir, GR vann Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, GS 3&2

Undanúrslitaviðureignirnar hjá konunum eru því eftirfarandi:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD g. Sögu Traustadóttur, GR.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG g Ragnhildi Kristinsdóttur, GR.