Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 14:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá hafa lokið keppni í Frakklandi

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tóku þátt í móti vikunnar á LET Access, sem heitir Montauban Ladies Open og fór fram á Golf de Montauban l’Estang golfstaðnum í Montauban, Frakklandi.

Dagsetning mótsins var 20.-22. júní 2019 og lauk því í dag.

Guðrún Brá lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (76 76 74) og bætti sig um 2 högg á lokahringnum frá fyrstu tveimur hringjum! Hún varð T-42.

Berglind lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 72 81) og átti slakan lokahring eftir að hafa átt glæsilegan 2. hring, en hún endaði T-54.

Sigurvegari í mótinu varð spænski kylfingurinn Laura Gomez Ruiz.

Til þess að sjá lokastöðuna á Montauban Ladies Open SMELLIÐ HÉR: