Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 07:00

LET: Valdís Þóra á 71 3. dag í Thaílandi!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komst í gegnum niðurskurð í gær á Ladies European Thailand Championship, gerði það sem þurfti, varð á 3 yfir pari samtals eftir 2 hringi en niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra.

Í dag bætti Valdís Þóra enn við sig rósum þegar hún spilaði besta hring sinn í mótinu til þessa, þ.e. spilaði 3. keppnishringinn á 1 undir pari, 71 höggi!!!

Glæsileg!!!

Á hringnum fékk Valdís Þóra 4 fugla 11 pör og 3 skolla og er sem stendur T-37, en sætistala gæti enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum.

Sjá má stöðuna á Ladies European Thaíland Championship með því að SMELLA HÉR: