Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 12:15

NGL: Aron varð T-36 og Guðmundur Ágúst T-51 á Gamle Fredrikstad Open

Íslensku kylfingarnir Aron Bergsson, sem spilar undir flaggi Svía og GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust báðir í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Nordic Golf League (NGL) þ.e. Gamle Fredrikstad Open.

Mótið fór fram í Gamle Fredrikstad golfklúbbnum í Fredrikstad í Noregi.

Aron lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (72 68 74) og varð T-36.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (72 72 77) og varð T-51.

Sjá má lokastöðuna á Gamle Fredikstad Open með því að SMELLA HÉR: