Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2019 | 13:00

Nordic Golf League: Haraldur varð T-2 og Guðmundur Ágúst í 6. sæti í Danmörku

Þrír íslenskir atvinnukylfingar voru á meðal keppenda á móti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem hófst á miðvikudag, en lokahringurinn fór fram í dag.

Mótið heitir Thisted Forsikring og voru leiknir þrír keppnishringir.

Haraldur Franklín Magnús, GR endaði í öðru sæti ásamt 1 öðrum keppanda, á -9 samtals. Hann var aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu (68-66-70).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR lék á -4 samtals og endaði í 6. sæti (67-73-69).

Axel Bóasson, GK lék á +12 samtals (78-72-75) og endaði hann í 64. sæti.

Sigurvegari mótsins varð Alexander Wennstamm, frá Svíþjóð, en hann lék á samtals 11 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: