Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2019 | 21:00

Nordic Golf League: Stórglæsilegt hjá Haraldi – er í 1. sæti f. lokahringinn í Danmörku!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR er í 1. sæti á móti vikunnar á Nordic Golf League, Thisted Forsikring Championship, eftir 2. keppnisdag, eftir stórglæsilega tvo hringi samtals upp á 8 undir pari, 134 högg (68 66).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR er einnig að gera góða hluti en hann er T-11 búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (67 73).

Eins rétti Axel Bóasson, GK, úr kútnum á 2. hring, en lengi leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði Axel eftir stöðugan 2. hring upp á 1 yfir par, 72 högg. Samtals hefir Axel spilað á 8 yfir pari (78 72).

Fjórði Íslendingurinn sem þátt tók í mótinu, Hákon Harðarson, sem spilar fyrir danska klúbbinn Royal Golf Club, komst því miður ekki gegnum niðurskurð.

Mótið fer fram í Aalborg Golf Klub, í Álaborg í Danmörku.

Sjá má stöðuna á Thisted Forsikring Championship með því að SMELLA HÉR: