Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 18:10

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst og Haraldur meðal topp-7 á Thisted Forsikring e. 1. dag

Þrír íslenskir kylfingar léku 1. hringinn á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Thisted Forsikring.

Tveir þeirra eru meðal topp-10 eftir 1. hring; þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem er T-2 þ.e. deilir 2. sætinu með 2 dönskum kylfingum, en þeir þrír spiluðu á 4 undir pari, 67 höggum.

Haraldur Franklín Magnús, GR er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu einnig með 2 keppendum.

Axel Bóasson, GK, sem einnig tekur þátt í mótinu átti ekki góðan dag, lék á 7 yfir pari, 78 höggum og er T-82.

Sjá má stöðuna á Thisted Forsikring með því að SMELLA HÉR: