Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (22)

Gamall náungi er að keyra heim í Volvo-num sínum eftir hræðilegan golfhring.

Hann er í hugaræsingi og algerlega upptekinn af öllu sem fór úrskeiðis á hringnum þannig að hann keyrir heim af gömlum vana og er ekkert að taka tillit til götumerkja, annarra ökumanna eða gangandi vegfarenda.

Hann er niðursokkinn í glataðan hring sinn í huganum, þegar síminn hringir og konan er í símanum.

Maður setur sjálfvirka búnaðinn á til þess að hún trufli sig nú ekki við aksturinn.

Elskan mín“ segir eiginkona kylfingsins áhyggjufull. „Farðu varlega. Það var í fréttunum núna, að brjálæðingur er að keyra öfugum megin gegn allri umferð á hraðbrautinni.

Það er miklu verra en það,“ sagði gamli kylfingurinn. „Það eru hundruðir brjálæðinga á ferð!!!