Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2019 | 08:00

LET Access: Guðrún Brá varð T-7 á Lavaux Ladies Open!!! – Glæsileg!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR tóku þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni; Lavaux Ladies Open.

Mótið fór fram dagana 29.-31. maí 2019 í Puidoux, Sviss og lauk í gær.

Spilaðir voru 3 hringir og skorið niður eftir 2 spilaða hringi og komst Berglind því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Guðrún Brá hins vegar landaði topp-15 árangri; varð í 7. sæti ásamt 6 öðrum keppendum, sem allar spiluðu samtals á 1 undir pari, 215 höggum; Skor Guðrúnar Brá var (74 69 72). Guðrún Brá átti m.a. stórglæsilegan 2. hring upp á 3 undir pari, 69 högg; hring þar sem hún fékk 4 fugla, 13 pör og 1 skolla!!! Glæsileg!!!

Sigurvegari í mótinu varð franski reynsluboltinn María Beautell, en skor hennar var 6 undir pari, 210 högg (72 70 68).

Sjá má lokastöðuna á Lavaux Ladies Open með því að SMELLA HÉR: