Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018. Mynd: Mbl.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2019 | 18:00

LPGA: Ólíklegt að Ólafía komist g. niðurskurð á Opna bandaríska

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem fram fer 30. maí – 2. júní 2019.

Hún lék 1. hring á ágætisskori; var á parinu, 71 höggi og var T-25 eftir 1. dag.

Í dag lék hún á 5 yfir pari, 76 höggum og ólíklegt að hún nái niðurskurði; niðurskurðarlínan er nú við 2 yfir pari eða betur.

Samtals hefir Ólafía Þórunn spilað á 5 yfir pari. Hún er sem stendur T-102, en hins vegar eiga margar eftir að ljúka keppni þannig að það er enn örlítil von, þó hverfandi sé.

Opna bandaríska kvenrisamótið fer fram í Charleston, Suður-Karólínu.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: