Böddabiti. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2019 | 22:00

GV: Kristófer Tjörvi sigraði í Böddabitamótinu á glæsiskori 68!!!

Laugardaginn 25. maí sl. fór fram hið árlega Böddabitamót, til styrktar eldri kylfingum GV.

Þátttakendur nú í ár voru 82 þar af 15 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum stóð heimakonurnar og systurnar Alda og Hrönn Harðardóttir sig best; Alda í höggleiknum; lék Vestmannaeyjavöll á 90 höggum og Hrönn í punktakeppninni; var með 33 punkta.

Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið; verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor.

Kristófer Tjörvi Einarsson, GV.

Á besta skori í Böddabitamótinu 2019 varð Kristófer Tjörvi Einarsson, GV en hann lék Vestmannaeyjavöll á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum! Skorkort Kristófers Tjörva var ansi skrautleg en hann fékk m.a. 1 örn (á par-5 16. brautinni); 5 fugla; 9 pör; 2 skolla og 1 skramba (og það á par-4 8. holuna!)

Í efstu 3 sætunum í punktakeppninni urðu:

1 Hlynur Stefánsson GV 10 6 F 6 40 40
T2 Sigursveinn Þórðarson GV 17 14 F 14 39 39
T2 Hannes Haraldsson GV 21 18 F 18 39 39
T2 Viðar Hjálmarsson GV 17 14 F 14 39 39

Kristófer Tjörvi var líka með 39 punkta í punktakeppninni en tók ekki verðlaun þar sem sami aðili gat ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum.