Böddabiti. Mynd: Golf 1 GV: Kristófer Tjörvi sigraði í Böddabitamótinu á glæsiskori 68!!!
Laugardaginn 25. maí sl. fór fram hið árlega Böddabitamót, til styrktar eldri kylfingum GV.
Þátttakendur nú í ár voru 82 þar af 15 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum stóð heimakonurnar og systurnar Alda og Hrönn Harðardóttir sig best; Alda í höggleiknum; lék Vestmannaeyjavöll á 90 höggum og Hrönn í punktakeppninni; var með 33 punkta.
Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið; verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor.

Kristófer Tjörvi Einarsson, GV.
Á besta skori í Böddabitamótinu 2019 varð Kristófer Tjörvi Einarsson, GV en hann lék Vestmannaeyjavöll á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum! Skorkort Kristófers Tjörva var ansi skrautleg en hann fékk m.a. 1 örn (á par-5 16. brautinni); 5 fugla; 9 pör; 2 skolla og 1 skramba (og það á par-4 8. holuna!)
Í efstu 3 sætunum í punktakeppninni urðu:
1 Hlynur Stefánsson GV 10 6 F 6 40 40
T2 Sigursveinn Þórðarson GV 17 14 F 14 39 39
T2 Hannes Haraldsson GV 21 18 F 18 39 39
T2 Viðar Hjálmarsson GV 17 14 F 14 39 39
Kristófer Tjörvi var líka með 39 punkta í punktakeppninni en tók ekki verðlaun þar sem sami aðili gat ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
