Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2019 | 21:00

LET: Valdís Þóra lauk keppni T-24 á Jabra Open

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL lék tók þátt í Jabra Open mótinu, sem er hluti af LET mótaröðinni.

Mótið fór fram í Evían Resort golfklúbbnum í Évian-les-Bains, Frakklandi en Evían risamótið fer einmitt á þessum golfvelli.

Valdís Þóra lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (74 74 72) og lauk keppni T-24.

Fyrir frammistöðu sína í mótinu hlaut Valdís Þóra € 2,002.80, sem er u.þ.b. 280.000 ískr.

Sigurvegari mótsins varð Annabel Dimmock, frá Englandi.

Sjá má lokastöðuna á Jabra Open með því að SMELLA HÉR: