Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 06:00

LPGA: Ólafía Þórunn á +2 e. 1. dag á Pure Silk

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR lék 1. hringinn á móti vikunnar á LPGA, Pure Silk Championship presented by Visit Williamsburg.

Mótið fer fram í Williamsburg, Virginíu dagana 23.-26. maí 2019 og spilar Ólafía Þórunn í boði styrktaraðila. Mótið er jafnframt fyrsta mót hennar á LPGA á árinu.

Ólafía Þórunn lék 1. hringinn á 2 yfir pari, 73 höggum. Hún hóf leik á 10. holu og lék fyrstu 10 holurnar á parinu. Síðan fékk hún 1 skolla, 1 fugl og síðan 2 skolla og endaði sem segir á 2 yfir pari. Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-104 af 144 keppendum. Niðurskurður er nú miðaður við parið eða betra og er Ólafía 2 höggum frá því að vera örugg gegnum niðurskurð, eins og staðan er núna.

Ef litið er á stúlkurnar sem voru með henni í ráshóp þá er ein þeirra á sama skori og Ólafía Þórunn, þ.e. Robyn Choi en Lee Lopez vermir neðsta sætið; lék á 7 yfir pari – oft ekki gott að spila með einhverjum, sem ekki gengur vel!

Þrjár stúlkur eru í efsta sætinu, en þær léku allar á 6 undir pari, 65 höggum. Þetta eru þær Anna Nordqvist, Brontë Law og Jennifer Song.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á Pure Silk Championship með því að SMELLA HÉR: