Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2019 | 18:30

LPGA: Ólafía Þórunn m/á Pure Silk í dag- á parinu e. 1. holu – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR spilar á móti vikunnar á LPGA, Pure Silk Championship presented by Visit Williamsburg.

Mótið fer fram í Williamsburg, Virginíu dagana 23.-26. maí 2019.

Ólafía Þórunn spilar í boði styrktaraðila.

Hún á rástíma kl. 14:05 að staðartíma, sem er kl. 18:05 að okkar tíma hér heima á Íslandi – og er því nýfarin út!

Fylgist með Ólafíu Þórunni allt frá upphafi mótsins, sem er hennar fyrsta á LPGA á þessu ári –

Með Ólafíu Þórunni í ráshóp eru þær Lee Lopez (sjá má eldri kynningu Golf 1 á Lee Lopez með því að SMELLA HÉR:) og Robyn Choi (sjá má eldri kynningu Golf 1 á Robyn Choi með því að SMELLA HÉR:

Efsta í mótinu af þeim sem klárað hafa hringi sína eru Solheim Cup kylfingurinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð og hin enska Brontë Law; en báðar hafa spilað 1. hring á 6 undir pari, 65 höggum.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: