Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2019 | 17:30

Nordic Golf League: Haraldur Franklín flaug í g. niðurskurð – er T-17 e. glæsilegan 2. hring!

Haraldur Franklín Magnús, GR, átti glæsi 2. hring á Elisefarm mótinu, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fer fram í Elisfarm golfklúbbnum, í Fogdarp í Svíþjóð.

Haraldur kom í hús á 3 undir pari, 69 glæsihöggum og er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 143 höggum (74 69).

Við þetta skor flaug Haraldur upp skortöfluna og er sem stendur T-17.

Kristófer Orri Þórðarson, GKG tók einnig þátt í mótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari eða betra en Kristófer Orri bætti sig þó á 2. hring lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (77 75)

Sjá má stöðuna á Elisefarm mótinu með því að SMELLA HÉR: