Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2019 | 17:00

LET: Valdís Þóra er á +3 e. 1. dag Jabra Open

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL lék í dag fyrsta hring á Jabra Open mótinu, sem er hluti af LET mótaröðinni.

Mótið fer fram í Evían Resort golfklúbbnum í Évian-les-Bains, Frakklandi og fá tvær efstu í mótinu þátttökurétt í 5. risamóti kvennagolfsins Evían risamótinu, sem fram fer einmitt á þessum golfvelli.

Valdís Þóra lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 74 höggum.

Hún fékk 5 fugla, 6 skolla og 1 tvöfaldan skolla á hringnum og er T-39 eftir 1. dag.

Alls eru 132 keppendur í mótinu og Valdís Þóra því enn vel fyrir ofan niðurskurðarlínu en það ræðst á morgun hvort hún kemst í gegnum niðurskurð.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR: