Guðrún Brá og Berglind
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 14:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá við keppni í Sviss

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK keppa á móti vikunnar á LET Access, VP Bank Ladies Open 2019.

Mótið fer fram í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams, Sviss, 3.-5. maí 2019.

Guðrún Brá hefir lokið 1. hring þegar þetta er ritað, en hún kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggu. Á hringnum fékk Guðrún Brá 3 fugla, 10 pör og 5 skolla.

Berglind er enn við keppni og er á 6 yfir pari, eftir 6 spilaðar holur.

Fylgjast má með gangi mála á VP Bank Ladies Open með því að SMELLA HÉR: