Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1 GR: Dagbjartur á besta skorinu (68) á Opnunarmóti Korpu!
Korpúlfsstaðavöllur var baðaður sólargeislum þegar fyrstu kylfingar mættu til leiks í Opnunarmót Korpu í gær, 1. maí og lék veðrið við kylfinga frameftir degi. Ræst var út frá kl. 08-15 og var þátttaka í mótinu góð 173 skráðir – en 170 luku keppni þar af 31 kvenkylfingur, en af þeim stóð Pamela Ósk Hjaltadóttir sig best í punktakeppninni (var með 38 punkta) og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir stóð sig best í höggleiknum; lék Korpuna á 75 höggum! Völlurinn opnaði fyrr en venja er þetta árið og lofar ástand hans góðu fyrir komandi tímabil. Dagbjartur Sigurbrandsson lauk hringnum á besta skorinu í mótinu þ.e. 4 undir pari, 68 glæsihöggum.

Korpan með SÁL = Sjóinn – Ánna – Landið. Mynd: Golf1
Úrslit í Opnunarmóti Korpu 2019 urðu annars þessi:
Forgjöf 0 – 14
1. sæti: Arnar Þór Gíslason – 40 punktar
2.sæti: Elvar Már Kristinsson – 39 punktar
3.sæti: Jóhann Gunnar Kristinsson – 38 punktar
Forgjöf 14,1 – og hærra
1.sæti: Hjalti Kristján Hjaltason – 44 punktar
2.sæti: Vigfús Geir Júlíusson – 42 punktar
3.sæti: Gísli Jónsson – 40 punktar
Besta skor: Dagbjartur Sigurbrandsson – 68 högg (-4)
Nándarverðlaun
3. braut: Arnar Ottesen, 3,05m
6. braut: Kristmundur Eggertsson 2,30m
9. braut: Pétur Geir Svavarsson, 1,30m
13. braut: Elvar Már Kristinsson, 99cm
17. braut: Ásgeir Ingvarsson, 2,84m
GR þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 mánudaginn 6. maí.
Í aðalmyndaglugga: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
