Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2019 | 18:15

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Gunnar & félagar í 3. sæti KCAC mótinu!

Birgir Björn Magnússon, GK; Gunnar Guðmundsson, GKG og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes tóku þátt í KCAC Conference Championship.

Mótið fór fram á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City í Kansas og 29.-30. apríl 2019 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 47 frá 9 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 10 yfir pari, 235 höggum (81 73 81) og hafnaði í 17. sæti í einstaklingskeppninni.

Gunnar lék á samtals 12 yfir pari,  237 höggum (80 81 77) og varð T-22 í einstaklingskeppninni.

Vel af sér vikið hjá Íslendingunum, sem báðir voru í efri 47% !!!!

Lið Bethany Swedes tók bronsið þ.e. hafnaði í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á KCAC Conference Championship með því að SMELLA HÉR: