Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2019 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar í 5. sæti e. 1. dag HAAC Championship

Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley taka nú þátt í  Men´s Heart Championship (HAAC Championship).

Mótið fer fram dagana 29. apríl – 1. maí í Sunrise Beach, Missouri.

Þátttakendur eru 44 frá 9 háskólum.

Eftir 1. dag er lið Missouri Valley fyrir miðju skortöflunnar þ.e. í 5. sæti, en Arnar Geir spilaði 1. hring á 10 yfir pari, 82 höggum og er T-25 í einstaklingskeppninni.

Sjá má stöðuna á HAAC Championship með því að SMELLA HÉR: