Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2019 | 09:00

Tiger spilar í Japan í október

Meðan golfheimurinn bíður þess eftirvæntingafullur hvar Tiger muni spila næst, þá kom hinn 15-faldi risamótsmeistari (Tiger) öllum á óvart sl. miðvikudag, með yfirlýsingu um hvar hann muni spila.

Meðan að margir bjuggu við að hann myndi spila næst í Wells Fargo Championship í Charlotte, Norður-Karólínu, þá tilkynnti Tiger að hann myndi tía upp í Japan á  ZOZO Championship næsta október, en mótið fer þá fram í fyrsta sinn.

Ég er spenntur fyrir því að spila í fyrsta  ZOZO Championship í október og snúa aftur til Japan, sem er eitt af uppáhaldslöndum mínum,“ tvítaði Tiger. „Þetta verður skemmtilegt haust.

Þessi tilkynning kom mörgum á óvart, en varpaði ljósi á þetta litla mót, fyrir utan Tokýó, sem fram á að fara 24.-27. október í Accordia Golf Narashino Country Club. Verðlaunafé í ZOZO Championship er $9.75 million, 78 kylfingar taka þátt og það er enginn niðurskurður eftir 36 holur.

Áhangendurnir í Japan virkilega líkar við, kunna að meta og skilja golf og ég hlakka til að keppa þar,“ sagði Tiger m.a. í yfirlýsingu sinni.

Þetta er í fyrsta sinn, sem Tiger tekur þátt í haustmóti í Asíu,frá keppnistímabilinu 2013-2014. Einnig er búist við að hann verði með golfklíníku í Asíu á þessum tíma í samvinnu við GOLFTV, skv. fréttaritara ESPN.com, Bob Harig.

Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, sagði Harig frá þessu á Masters fyrir 2 vikum að í golfklínikunni myndu hugsanlega vera Tiger og einn annar atvinnumaður taka þátt eða Tiger gæti boðið nokkrum kylfingum til að keppa við í 1 dag, en þessi keppni stendur ekki í neinu sambandi við keppnir hans gegn Phil Mickelson.

Dagskrá Tigers nk. haust og vetur er að fyllast fljótt og ljóst að hann byrjar í Asíu, áður en hann heldur til Bahamas snemma í desember. Hann mun síðan ferðast til Ástralíu vikuna þar á eftir, eftir Hero World Challenge til þess að vera fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum og ekki er loku fyrir það skotið að hann verði spilandi fyrirliði.