Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2019 | 08:00

Haraldur Franklín efstur í Master of the Monster Match Play – 3 íslenskir kylfingar komust áfram

Þrír kylfingar komust í gegn í Master of the Monster Match Play: Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristinson. 

Haraldur Franklín náði þar að auki þeim glæsilega árangri að vera efstur af þeim 35 og þeim, sem jafnir eru í 35. sætinu. Að vera í 35. sæti eða jafn í 35. sæti þurfti til, til þess að komast áfram. Fjórði íslenski kylfingurinn, Andri Þór Björnsson, GR, var ekki langt frá því að komast í gegn.

Mótið fer fram á Green Eagle Golf í Winsen, Þýskalandi, en sjá má eldri kynningu Golf 1 á þeim golfstað með því að SMELLA HÉR:

Mótið stendur frá 25.-27. apríl 2019 og lýkur því á morgun.

Sjá má stöðuna á Master of the Monster Match Play með því að SMELLA HÉR: