Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill & félagar urðu í 13. sæti í Shoal Creek

Egill Ragnar Gunnarsson og félagar í Georgia State tóku þátt í Shoal Creek Invitational mótinu.

Mótið fór fram í í Shoal Creek CC, í Shoal Creek, Birmingham, Alabama dagana 15.-16. apríl s.l.

Egill Ragnar var á 4. besta skori liðsins á samtals 233 höggum (78 73 82).

Georgia State varð í 13. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Egils Ragnars og félaga er 21. apríl n.k. á The Raven á Miramar Beach í Flórída.