Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistrari GKG 2012 með 16. flot Leirdalsvallar í baksýn. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2019

Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eyjólfur Kristjánsson, 17. apríl 1961 (58 ára); Helgi Ómar Pálsson, GA, 17. apríl 1962 (57 ára); Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (53 ára); John Gallacher 17. apríl 1981 (38 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó 25. mars 2012), f. 17. apríl 1986 (33 ára);PGA kylfingurinn kanadíski Nick Taylor, 17. apríl 1988 (31 árs – sigraði m.a. á AT&T Pebble Beach Pro-Am 9. febrúar 2020); Georgina Blackman, 17. apríl 1996; … og … Zandra Davis, stórkylfingur frá Perú, f. 17. apríl og Fjöður Handverk, 17. apríl 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is