Afmæliskylfingur dagsins: Russell Henley —– 12. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Russell Henley. Hann er fæddur 12. apríl 1989 í Macon, Georgíu og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!
Í Macon var Henley fyrst í Stratford Academy og spilaði síðan í 4 ár í bandaríska háskólgolfinu með liði University of Georgia í Athens. Þar hlaut hann m.a. Haskins Award 2010, sem besti kylfingurinn á háskólastigi og spilaði í Opna bandaríska þar sem hann ásamt Scott Langley voru á besta skori áhugamanna. Hann spilaði einnig í tveimur mótum Nationwide Tour2010: the Nationwide Children’s Hospital Invitational og the Stadion Athens Classic at UGA.[3]
Árið 2011 sigraði Henley Stadion Classic at UGA á Nationwide Tour og er aðeins 2. áhugamaðurinn sem sigraði hefir í mótinu; hinn var Daniel Summerhays 2007. Mótið fór fram á heimavelli University of Georgia. sem Henley þekkir út og inn. Henley spilaði síðan í liði Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2011.
Sem atvinnumaður, en Henley gerðist atvinnumaður í golfi 2011 hefir hann sigrað í 6 mótum, 3 Web.com mótum og 3 PGA Tour mótum. Besti árangur hans í risamótum er T-11 árangur á Masters 2017.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristjana Andrésdóttir, 12. apríl 1957 (62 ára); Guðný Jónsdóttir, 12. apríl 1961 (58 ára), Guðrún Björg Egilsdóttir; 12. apríl 1963 (56 ára); Donna Andrews, 12. april 1967 (52 ára); Hönnuskart Hanna, 12. apríl 1972 (47 ára); Matt Bettencourt, 12, apríl 1975 (44 ára); Evrópumótaröð karla (European Tour), 12. apríl 1973 (46 ára); Lilja Ingibergsdóttir, 12. apríl 1975 (44 ára); Harry Higgs, 12. apríl 1991 (28 ára); Oliver Goss, 12. apríl 1994 (25 ára).
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem og golfmótaröðum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
