Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga & félagar luku keppni í 15. sæti í Kaliforníu

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State tóku þátt í Silverado Showdown mótinu, sem fram fór í Silverado Resort & Spring, dagana 6.-7. apríl s.l.

Þátttakendur voru 93 frá 18 háskólum.

Saga lauk keppni T-66 í einstaklingskeppninni, með skor upp á 18 yfir pari, 224 högg (80 86 78).

Hún var á 4. besta skorinu í liði sínu, Colorado State, sem hafnaði í 18. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Sögu og Colorado State er 15. apríl n.k.