Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi lauk keppni T-58 á Clemson Inv.

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Clemson Invitational.

Mótið, sem er 3. daga fór fram í The Cliffs at Keowee Falls, í Salem, S-Karólínu, dagana 5.-7. apríl s.l.

Tumi lauk keppni T-58 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (77 70 78 ).

WCU lauk keppni í 15. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Clemson Invitational með því að  SMELLA HÉR:

Næsta mót Tuma og WCU er 15. apríl n.k.

Aðalmyndagluggi: Lið Tuma Hrafns í bandaríska háskólagolfinu, WCU, Tumi Hrafn er 3. f.h.