Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar í ULM luku keppni í 4. sæti í Kentucky

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í ULM tóku þátt í  Murray State Jane Weaver Invitational, sem fram fór í Murray, Kentucky dagana 5.-6. apríl 2019.

Þátttakendur voru 98 frá 15 háskólum.

Eva Karen lék á samtals 25 yfir pari, 241 höggi (77 79 85) og lauk keppni T-66 í einstaklingskeppninni.

Lið ULM varð í 4. sæti í liðakeppninni!

Sjá má lokastöðuna Murray State Jane Weaver Invitational á  SMELLA HÉR:

Næsta mót Evu Karenar og félaga í ULM er LPGA Invitational á Daytona Beach, Flórída 14.-17. apríl n.k.