Lee Westwood Westy hæðist að því að Kisner skuli ekki hafa verið með með í bandaríska Ryder liðinu!
Nú eru 6 mánuðir síðan að evrópska Ryder bikars liðið vann lið Bandríkjanna á Le Golf National í París.
Varafyrirliði Evrópu, Lee Westwood (Westy) notaði tækifærið til að snúa hnífnum í sári Bandaríkjamanna með því að velta þeim upp úr því að hafa ekki valið Kevin Kisner í lið Bandaríkjanna.

Kevin Kisner heimsmeistari í holukeppni 2019
Westy gekk sjálfum ekkert sérlega vel í heimsmótinu í holukeppniog datt úr eftir leikina 3 í undanriðilinum.
En hann gat ekki orða bundist eftir frábæran hring Kisner, þar sem Kisner vann HaoTong Li frá Kína auðveldlega 6&5, en Kínverjinn er mjög góður holukeppnismaður!
Westwood fór á félagsmiðlana og skrifaði:
“Kevin Kisner appears to be a very good match play player. I’ll tell you a course that would really have suited him. Le Golf National.”
(Lausleg þýðing: Kevin Kisner virðist vera mjög góður holukeppnismaður. Ég veit um völl sem myndi hafa hentað honum. Le Golf National.“
Kisner þurfti á því að halda að fyrirliðinn veldi hann í liðið, þar sem honum gekk ekki nógu vel til þess að komast sjálfkrafa í liði. Bandarískai fyrirliðinn (Jim Furyk) gat valið 4 kylfinga í liðið. Kisner var í 14. sæti á stigalistanum. Furyk valdi Bryson DeChambeau (í 9. sæti stigalistans), Phil Mickelson (10), Tiger Woods (11) og Tony Finau (15. sæti).
Westy var svarað fullum hálsi á félagsmiðlunum og m.a. var einn sem sagði að Westy væri fljótur að hreyta fúkyrðum í bandarískt golf, en sleppti evrópskum kylfingum eins og Sergio Garcia, þegar hann hegðaði sér barnalega.
Svar Westy:
“Where exactly did I take a swipe at American golf?” I paid Kevin a huge compliment. He’s clearly made for this format and that course.”
(Lausleg þýðing: „Hvar nákvæmlega hreytti ég fúkyrðum í bandarískt golf? Ég var að hrósa Kevin. Þetta keppnisform og völlur á greinilega við hann.“)
Kisner var nærri toppnum í nákvæmni í drævum, sem var mjög mikilvægt í Parísog einnig í unnum höggum (strokes gained) í aðhöggum 2018.
Indeed, Kisner was near the top on Tour in terms of driving accuracy, which was very important in Paris, as well as strokes gained: approaching the green in 2018.
Hann hefir einnig sannað hæfni sína í holukeppni með því að sigra sjálfan Francesco Molinari í undanúrslitum og Matt Kuchar, sem var í Ryder liðinu í úrslitaleiknum.
Westy var sá sem síðast hló!!! 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
