Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2019 | 05:30

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn lauk keppni T-12 og Gunnar T-28 í Missouri

Birgir Björn Magnússon, GK og Gunnar Guðmundsson, GKG og lið þeirra Bethany Swedes, í Kansas tóku þátt í William Woods Spring Invite, sem fram fór dagana 1.-2. apríl 2019 og lauk í gær.

Mótsstaður var Tanglewood golfvöllurinn í Fulton, Missouri og voru þátttakendur 52 frá 8 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (71 75), en Gunnar á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76)

Bethany Swedes urðu í 4. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á William Woods Spring Invite með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Birgis Björns, Gunnars og félaga er 15. apríl n.k. í Kansas.

Í aðalmyndaglugga: Birgir Björn 1. f.v. og Gunnar 2. f.h.