Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar stóð sig vel í Jerry Weeks holukeppninni

Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns, tóku þátt í Jerry Weeks Match Play, sem fram fór í Hattiesburg CC, í Hattiesburg, Mississippi, 1. apríl sl.

Mótið var einskonar upphitun fyrir næsta mót The Raging Cajuns, Old Waverly Collegiate Championship sem fram fer 15.-16. apríl n.k. í Old Waverly golfklúbbnum í Mississippi.

Í undanúrslitum vann lið South Alabama the Ragin Cajuns 3&2 en í þessari viðureign háskólaliðinna var Björn annar af tveimur í liði The Ragin Cajuns sem vann sína viðureign.

Í leik um 3. sætið sem The Ragin Cajuns unnu 3&2 náði Björn Óskar síðan í 1/2 stig fyrir lið sitt.

Flottur árangur þetta hjá Birni Óskari!!!