Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar luku keppni í 13. sæti í Georgía

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe tók þátt í John Kirk Panther Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram í Eagle’s Landing Country Club, í Stockbridge, Georgia, dagana 31. mars til 2. apríl og lauk nú fyrir skemmstu.

Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Eva Karen lauk keppni í einstaklingskeppninni fyrir miðju á skortöflunni þ.e. T-44 á skori upp á 23 yfir pari, 239 höggum (78 81 80).

ULM varð í 13. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á John Kirk Panther mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Evu Karenar og ULM er 5. apríl n.k. í Kentucky.