Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur lauk keppni T-14 á Hayt Inv.!!! Glæsilegt!!!

Hlynur Bergsson og félagar í Meangreens, háskólaliði North Texas University tóku þátt í Hayt Invitational, sem fram fór dagana 30. mars – 1. apríl 2019 sl.  í Sawgrass CC á Ponte Vedra Beach, í Flórída.

Þátttakendur voru 88 frá 15 háskólum.

Hlynur náði þeim glæsilega árangri að verða T-14 og er þetta í fyrsta sinn sem hann er meðal efstu 15 í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu!!! Glæsilegur árangur á stóru og sterku móti!!!

Skor Hlyns var 5 yfir pari, 221 högg (76 70 75) og var hann á 2. besta skorinu í liði sínu!

Lið Hlyns, North Texas, varð T-11 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Hayt Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Hlyns og félaga í North Texas er 6. apríl n.k.