Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni í 7. sæti í Indiana!!!

Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS og félagar hans í Missouri Valley tóku þátt í Purgatory Intercollegiate, sem fram fór dagana 29.-30. mars sl. í Purgatory, Nobleville, Indiana.

Þátttakendur voru 97 frá 17 háskólum.

Arnar Geir lék á 70 höggum og landaði 7. sætinu í einstaklingskeppninni, en svo virðist sem aðeins hafi verið spilaður 1 hringur þó mótið hafi verið auglýst sem tveggja daga mót!

Lið Missouri Valley varð í 3. sæti – en í tveimur síðustu keppnum þar áður hafði Missouri Valley staðið uppi sem sigurvegari.

Sannarlega glæsilegur árangur þetta hjá Arnari Geir og félögum hans í Missouri Valley.

Til þess að sjá lokastöðuna á Purgatory Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: