Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 09:59

Symetra: Ólafía lauk keppni í 65. sæti á IOA

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í IOA Championship presented by Morongo Casino Resort & Spa, en mótið var hluti af Symetra mótaröðinni og fór fram dagana 29.-31. mars 2019.

Þátttakendur voru 144 og Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurð, sem var glæsilegt!!!

Skor hennar eftir 3 keppnishring var 17 yfir pari, 233 högg (74 73 86). Það sem olli óvanalegu júmbóskori hennar var lokahringurinn upp á 14 yfir pari, 86 högg – sem skipti ekki máli því þá var Ólafía Þórunn komin í gegnum niðurskurð en átti engan sjéns á sigri.

Sigurvegari í mótinu varð bandaríski kylfingurinn Jillian Hollis, en hún lék á samtals 4 undir pari, 212 höggum (71 67 74) – skori sem Ólafía Þórunn gæti svo auðveldlega verið á  – Vonandi kemur þetta hjá Ólafíu Þórunni seinna á keppnistímabilinu.

Sem stendur er Ólafía Þórunn 110. sæti Volvik Race for the Card, en 10 efstu á listanum hljóta kortið sitt og þar með full spilaréttindi á LPGA.

Sætaröðunin ræðst af verðlaunafé sem kylfingarnir vinna sér inn. Sem stendur hefir Ólafía Þórunn aðeins unnið sér inn $417.

Symetra mótaröðin er afar sterk og margir kylfingar þar hafa verið á LPGA og enn fleiri sem líta á mótaröðina sem leið þeirra inn á mótaröð þeirra bestu.

Sjá má lokastöðuna á IOA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: