Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 5. sæti á sterku móti e. 1. dag!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Colonel Classic sem fram fer í Arlington í Richmond, Kentucky, dagana 29.-30. mars 2019.

Þátttakendur eru 81 frá 13 háskólum.

Eftir 1. dag hefir Ragnhildur náð þeim glæsilega árangri að vera í 5. sæti í einstaklingskeppninni fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Ragnhildur hefir spilað fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 1 undir pari, 143 höggum (73 70). Aðeins 3 höggum munar á Ragnhildi og þeirri sem er í efsta sæti!!!

EKU, lið Ragnhildar er í 1. sæti í liðakeppninni og Ragnhildur á 2. besta skorinu í sínu liði!

Fylgjast má með gengi Ragnhildar og félaga með því að SMELLA HÉR: